top of page

Ég heiti Erna Kristín og er fædd í Svarfaðardal 1975, því sveitastelpa í húð og hár. En síðan hef ég meðal annars búið á Húsavík, Reykjavík, Amsterdam. Leuven Belgíu og nú á Akureyri.

 

Ég byrjaði að læra markþjálfun haustið 2020, tók þá grunnnám hjá Profectus og svo framhaldsnámið hjá þeim haustið 2021. 

Auk markþjálfunar hef ég lært mannfræði (BA), sálfræði (BA), félagslega sálfræði (MSc) og unnið við rækjuvinnslu, umönnun, á kaffihúsum, hótelum, í háskóla, við rannsóknir og nú síðast ráðgjöf hjá Akureyrarbæ.


Ég vil nota alla þessa reynslu og menntun mína til að hjálpa fólki að fá það besta úr lífi sínu og vera besta útgáfan af sjálfu sér

13268116_10154230158883552_8695775147680
72259143_491709708046972_231322249746762

"Don't dream it. Be it." 

Dr. Frank N. Furter

bottom of page